Skip to main content

Sel­fyss­ing­ar eru mestu nammig­rís­ir lands­ins ef marka má sölu­töl­ur Kram­búðar­inn­ar í nýj­um nammi­bör­um versl­an­anna og eru Íslend­ing­ar í heild­ina nokkuð sæl­gæt­isóðir þegar á heild­ina er litið. Nammi­bar­ir nutu lít­illa vin­sælda í Covid en nú hef­ur eft­ir­spurn­in auk­ist á ný. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Kram­búðinni.

Kram­búðin fjölg­ar nammi­bör­um

Versl­an­ir Kram­búða hafa selt rúm­lega 26,5 tonn af nammi úr nammi­barn­um það sem af er ári. Viðskipta­vin­ir hafa tekið vel í end­ur­komu hins gam­al­kunna nammi­bars, sem marg­ir hverj­ir hurfu smátt og smátt af sjón­ar­sviði Íslend­inga þegar sótt­varn­araðgerðir voru hert­ar í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Frá upp­hafi árs hafa bæst við nammi­bar­ir í Kram­búðirn­ar á Sel­fossi, Húsa­vík, Akra­nesi, Njarðvík, Flúðum, Kárs­nes, Búðar­dal, Skóla­vörðustíg og Laug­ar­vatni. En áður fyrr voru ein­ung­is nammi­bar­ir á Borg­ar­braut, Búðarkór, HR, Kefla­vík og Garðabæ.

„Við fund­um fyr­ir mikl­um áhuga frá okk­ar viðskipta­vin­um að fá aft­ur nammi­bari í versl­an­ir, og höf­um fengið gríðarlega góðar mót­tök­ur. Þegar við opnuðum nammi­b­ar í Kram­búðinni á Sel­fossi seld­ist til að mynda 600 kíló af nammi á fyrstu þrem dög­un­um, sem var langt fram úr okk­ar vænt­ing­um. Eft­ir að við byrjuðum þessa veg­ferð að opna nammi­bari á ný höf­um við fengið fjölda áskor­ana að opna fleiri og stefn­um við á að hafa nammi­bari í öll­um 21 versl­un­um okk­ar,“ seg­ir Ásdís Ragna Valdi­mars­dótt­ir, markaðsstjóri Kram­búðar­inn­ar.

Íslend­ing­ar nammióðir miðað við sölu­aukn­ing­una

Nammi­bar­ir eru vin­sæl­ir meðal Íslend­inga, en mörg­um hverj­um finnst gott að velja sér gott bland í poka á tylli­dög­um. „Við erum að sjá mikla aukn­ingu í nam­mi­kaup­um viðskipta­vina okk­ar, en það sem af er ári þá hef­ur nammisala í nammi­bör­um auk­ist um heil 522% hjá okk­ur. Það er okk­ur ljóst að Íslend­ing­ar eru al­veg nammióðir, og þá sér­stak­lega Sel­fyss­ing­ar, en Kram­búðin þar í bæ sel­ur lang­mest af nammi,“ seg­ir Ásdís.

Þess ber að geta að 26,5 tonn er ansi mikið magn af sæl­gæti. Til sam­an­b­urðar þá veg­ur einn fíll um 6 tonn. Má því áætla að viðskipta­vin­ir Kram­búðar­inn­ar hafi trítlað út með nammi­poka sem vega sam­tals um 4 og hálf­an fíl á ár­inu. Hver nammi­poki sem viðskipta­vin­ir kaupa veg­ur þó bara um 300 gr að meðaltali, og bæt­ir Ásdís við að það sé 50% af­slátt­ur all­ar helg­ar þ.e. föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga.