Skip to main content

Versl­ana­keðjan Kram­búðin hef­ur hafið sam­starf við heimsend­ing­arþjón­ust­una Wolt um að senda mat­vör­ur og snarl heim að dyr­um. Heimsend­ing­arþjón­ust­an hef­ur verið brautryðjandi í heimsend­ingu á Íslandi en hef­ur sam­starfið við Kram­búðina aukið enn frem­ur þá þjón­ustu sem Wolt býður upp á. Þetta kem­ur fram í sam­eig­in­legri frétta­til­kynn­ingu frá Wolt og Kram­búðinni.

Fyrsta send­ing­in í maí

„Fyrsta versl­un Kram­búðar­inn­ar hóf send­ing­ar með Wolt í maí á þessu ári, en frá því í júlí hafa all­ar 15 versl­an­irn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, Ak­ur­eyri, í Reykja­nes­bæ og á Sel­fossi hafið heimsend­ing­ar. Kram­búðin býður upp á 2.600 til 2.900 mis­mun­andi vör­ur en lögð var áhersla á að bjóða upp á fjöl­breytt úr­val sem viðskipta­vin­ir gætu þurft í heimsend­ingu,“ seg­ir Jó­hann Már Helga­son for­stöðumaður viðskipta­sviðs Wolt á Íslandi.

„Það er frá­bært tæki­færi fyr­ir okk­ur að vinna með Kram­búðinni. Við erum spennt að þróa sam­starfið með þeim til að auka þjón­ustu­fram­boðið á Íslandi. Kram­búðin er traust vörumerki með sterka nær­veru í sam­fé­lag­inu og fjöl­breytt vöru­úr­val sem mun auka veru­lega þæg­ind­in sem við bjóðum viðskipta­vin­um okk­ar upp á,“ seg­ir Jó­hann Már jafn­framt.

Dag­leg inn­kaup hraðvirk­ari fyr­ir neyt­end­ur

Í frétta­til­kynn­ing­unni kem­ur fram að ólíkt öðrum mat­vöru­versl­un­um á net­inu eru pant­an­ir Kram­búðar­inn­ar af­greidd­ar frá versl­un á staðnum. Þannig er af­hend­ing­ar­tím­inn stytt­ur enn frek­ar og viðskipta­vin­ir þurfa vana­lega ekki að bíða meira en 30 mín­út­ur eft­ir send­ing­unni. Sam­starf­inu er ætlað að gera dag­leg inn­kaup hraðvirk­ari og auðveld­ari fyr­ir neyt­end­ur og gera þeim kleift að nálg­ast sömu hágæða vör­ur sem til eru í versl­un án þess að þurfa að fara út fyr­ir húss­ins dyr. Í gegn­um Wolt appið geta viðskipta­vin­ir skoðað fjöl­breytt vöru­úr­val Kram­búðar­inn­ar, lagt inn pönt­un og fengið hana af­henta á um 30 mín­út­um, eft­ir staðsetn­ingu.

„Þetta sam­starf hef­ur gengið mjög vel og í raun farið fram úr okk­ar björt­ustu von­um. Við erum stolt af því að vera fyrsta þæg­inda­versl­un­in á Íslandi sem býður upp á þessa þjón­ustu í gegn­um Wolt og það er greini­legt að markaður­inn hef­ur beðið eft­ir þessu. Við hlökk­um til áfram­hald­andi sam­starfs með Wolt og að geta boðið viðskipta­vin­um okk­ar upp á enn meiri þæg­indi í framtíðinni,“ seg­ir Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri Kram­búðar­inn­ar og Kjör­búðar­inn­ar.

Orku­drykk­ur vin­sæl­asta staka var­an

Sam­kvæmt töl­um fyrstu mánaðanna er hvíti Mon­ster Energy Ultra orku­drykk­ur­inn vin­sæl­asta staka var­an og drykk­ir og snakk meðal vin­sæl­ustu vöru­flokk­anna, ásamt kjöt­boll­um frá 1944.

Vin­sæl­ustu vör­ur Kram­búðar­inn­ar á Wolt:

  • Mon­ster Energy Ultra hvít­ur
  • Nýmjólk
  • Pepsi Max
  • Red Bull
  • Maltese
  • Powera­de
  • 1944 Kjöt­boll­ur
  • Lambi sal­ern­ispapp­ír