Skip to main content

Tilkynning Krambúð

Við erum alltaf að breyta og bæta til þess að finna bestu leiðirnar til að mæta þörfum viðskiptavina Krambúðarinnar. Við viljum setja meiri áherslu á tilboð í Krambúðinni og ætlum við núna að bjóða upp á vikutilboð ásamt helgartilboðunum. Í þessu nýju vikulegu tilboðum munum við bjóða veglegan afslátt og lærri verð á lykilvörum. Með þessu móti getur þú nú gert enn hagkvæmari innkaup í hverri viku og safnað inneign með appinu.

Breyting á föstum afslætti

Samhliða þessum nýju tilboðum munum við hætta með föstu 2% inneignina í Samkaupa appinu frá og með 3. mars. Viðskiptavinir munu nú safna inneign þegar tilboðsvörur eru verslaðar, en slík tilboð verða reglulegri og veglegri, og í boði alla vikuna.