Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi.
Samkaup vinna markvisst að því að bæta samfélagið hvort sem um er að ræða nærsamfélagið, landið allt eða á heimsvísu með skýrum siðareglum um hegðun fyrirtækisins og metnaðarfullum verkefnum. Til þess kappkostar Samkaup að fylgja tíu meginreglum Sameinuðu þjóðanna (UN) um samfélagsmál unnið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Samfélagsverkefni okkar beinast aðallega að því sem tengist starfsemi fyrirtækisins beint og varðar einkum starfsfólk, viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, vörur og þjónustu. Við styðjum jafnframt önnur verkefni sem stuðla að betra samfélagi án þess að þau tengist starfsminni.